Rétt fyrir flugferð
Geri mér grein.
Sálin opnast á erfiðum stað
og ég flögra, eins og fálki
Víðsfjarri hörmungum og heiglum.
Heill eftir flugferð,
ég sé sannleikann.
Tún
Hvert hár og strá í þessu grasi
fjölfaldar magnið sem það er
að vera veglaus á mótum gatna..
Endalausar leiðir með skýr skilaboð.
Afleiðingar.
Nærsýnin mín leiðir mig niður sama veg.
Vandræðalegt hvað fötlun mín
er óþolandi smekksöm.
Orð
Sum orð eru merkilegri en önnur.
Sum orð eru merkilegri en
heimsins dýrmætustu
geimsteinar.
Sum orð eru falin í draumi,
og finnast ei von bráðar.
Von er ekkert
nema fjarlægur draumur.
Fjarlægur, vakandi,
draumur.
Á lífi.
Hvað ef við erum,
vonandi á lífi,
í annars manns draumi.
Því þeir sem dreyma,
vakandi á daginn,
hafa vitund um orðin
sem breyta,
öllu.
Á endanum
Ég hugsa að ég haldi því áfram.
Haldi áfram að ýta tilfinningum mínum á brúnina og öskra
Öskra svo hátt í átt að himni
að skýin færast til
ég með tilfallandi látum
mynda orð, setningar og ljóð.
Hugsandi
Hugsandi maður er eins og hálf melóna,
ég veit ekki afhverju.
Það er ekki til skýring á öllu...